Skip to content
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Er PLA að spúa PM 2.5?

Er PLA að spúa PM 2.5?

Eftir nokkrar fyrirspurnir um hvort eiturgufur séu til staðar í þeim prentþráðum sem 3D Verk ehf er með umboðssölu fyrir hefur sá sem þetta skrifað verið að lesa rannsóknir sem benda til ákveðins þema, það er að seigja að PLA framleitt af kínverskum OEM framleiðendum eru mun líklegri til að hafa óhreinindi og hátt magn eiturgufa en prentþræðir sem framleiddir eru í Evrópu.

OEM, eða "Original Equipment Manufacturer" er það sem flest stór fyrritæki, svo sem Monoprice, nota. Í stuttu máli þýðir það að þeir framleiða ekki neitt heldur kaupa af kínverskum framleiðendum og láta merkja og pakka í eigin umbúðir. Flest öll stærri vörumerki með fáum undantekningum gera þetta þar sem þannig hámarka þeir gróðan og kaupmaðurinn fær meira í sínar hendur.

Þetta hefur ekki verið almennilega rannsakað hér á Íslandi, en ef við áætlum að 90% af prentþráðum sem seldir eru hér á landi séu framleidd fyrir utan vesturlönd þá má ætla að mikið sé að prentþráðum í umferð sem ekki standast þær kröfur sem framleiðendur hafa sjálfir merkt vörurnar með, svo sem CE vottun.

Tilraun

Ég setti upp smá tilraun með því að nota PM 2.5 mæli til að sjá hvort að einhver mengun mældist í 1m3 kassa. Þetta var mjög óvísindalegt, en ég setti Prusa MK3S+ prentara inn í kassann, prentaði prentverk sem tók 61 mínútu og niðurstöðurnar voru sem eftirfarandi:

Vörumerki PM 2.5 gildi eftir 61 mínútu
Proto Pasta PLA 10
Fillamentum 11
Kínverskt merki 1 39
Kínverskt merki 2 47
Control (fyrir utan tjaldið) 9 til 11

 

Þetta var að sjálfsögðu ekki hávísindaleg rannsókn, en allir prentþræðirnir voru svartir, ekki með glimmeri eða steindufti og ættu því að vera frekar hreinir og lausir við smáagnir. Best hefði verið að prufa hreint ólitað PLA en það var aðeins í boði frá Fillamentum

Það væri mjög áhugavert ef einhver háskólanemi eða almennilegir vísindamenn gerðu áreiðanlegar tilraunir til að komast að hinu sanna. í flest öllum rannsóknum sem ég fann var uppruni PLA plastsins ekki ljós, en mig grunar og hef staðfest að eitt af vörumerkjunum sem prufuð voru er frá OEM framleiðanda í Kína.

Athhugið: Þetta á aðeins um PLA. ABS, ASA og aðrar gerðir prentþráða hafa allt aðra mengunarstuðla og er ekki ráðlegt að prenta það í rými þar sem fólk er við störf og nauðsynlegt að nota góða loftræstingu.

Print on!

Previous article 3D prentaðir skartgripir
Next article Slice Engineering kemur til 3D Verks í september 2021

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields