Skip to content
Verslun í Skútuvogi er opin 11:00-14:00 virka daga
Verslun opin frá 11-14 virka daga

Allt um 3D Verk ehf

Hugmyndin af stofnun félagsins 3D Verks kom fyrst upp árið 2020 eftir að heimsfaraldur hafði skollið á og einmana nemandi á Mýrum á Vesturlandi leiddist og fór því að vinna að BSc verkefni sínu. Það leið ekki á löngu fyrr en að BSc verkefnið hafði leitt hann djúpt inn í dularfulla heima þrívíddarprentunar, en það var stór tálmur á farvegi nemans; það var ekki hægt að kaupa neitt nothæft efni á Íslandi á viðráðanlegu verði.

Nóvember 2021 kemur Jóhannes Páll Friðriksson inn sem helmingseigandi og leitin hófst, viðskipti um mikið magn prentþráða áttu sér stað milli nemans góða og Protoplant í Ameríku, sem hafði verið svo almennilegt, eftir að neminn hafði keypt um 50 kg af efni, að bjóða honum alþjóðlegan dreifingarrétt á Íslandi fyrir framleiðslu ProtoPasta. Samræður hófust, hugmyndir urðu til og kýlt var á dæmið með eldflaugar á afturendanum með eftirfarandi hugsjónir að leiðarljósi:

  • Auka aðgengi Íslendinga sem og þeirra sem hér búa að þráðum til þrívíddarprentunar
  • Að bjóða uppá góða þjónustu, virðingu fyrir náunganum og skilning fyrir þörfum
  • Að bjóða ávallt uppá frábær verð
  • Að minnka þekkingargjánna sem skapast hafðist á Íslandi á sviði þrívíddarprentunnar

Mörgum þessara markmiða hafa nú þegar verið náð 2022 en auðvelt var fyrir félagið að aðlaga sig á skjótan máta að þörfum viðskiptavina sinna. Þrívíddarprentun er í stöðugri og mjög hraðri þróun sem félagið vill miðla áfram.

Janúar 2022 náðist sá merki áfangi að viðskiptavinir félagsins urðu eitt þúsund talsins, þar með taldir allir þeir frábæru einstaklingar sem tryggja rekstrargrundvöll félagsins á hverjum degi með því að velja að versla á Íslandi (og þar með minnka kolefnisspor sitt til muna), þeim aragrúa af stofnunum, fyrirtækjum og skólum sem hafa verslað mikið við fyrirtækið frá stofnun þess, en síðast en ekki síst allir þeir frábæru samstarfsaðilum, kunningjum og vinum sem við öll höfum kynnst á þessari vegferð okkar.

Eigandi 3D Verk og framkvæmdastjóri er Jóhannes Páll Friðriksson.

3D Verk hefur í samstarfi við Iðuna fræðslusetur verið með námskeið í 3D prentun í iðnaði, 3D skönnun, 3D prentun, tækniteiknun og hönnun fyrir 3D prentun í plasti og málmi, málstofur og komið að sýningum sem Iðan hefur tekið þátt í eða haldið, svo sem Bransadaga og Verk og vit.

3D Verk hefur einnig komið að ýmsum fjölbreyttum verkefnum þar má nefna markaðsherferðum lifi píkan eða öðrum viðburðum má nefna Geimdaginn á Patreksfirði og Midgard.

Stór áfangi var í september 2024 þegar við fluttum í verslunarhúsnæði við Skútuvog 6. Þökkum öllum þeim sem hafa kíkt við hjá okkur og gaman að heyra hvað verið er að brasa og forréttindi að fá að vera partur af því.

Við erum viðurkenndur söluaðili fyrir Bambu Lab á Íslandi og leggjum okkur fram að veita frábæra þjónustu.

Heyrðu í okkur ef þig vantar eitthvað fyrir þrívíddarprentun!

×

We often restock popular items or they may be returned by the other customers. If you would like to be notified when this happens just enter your details below.


Please enter name
Invalid email address
Required mobile number Invalid number Invalid country code Too short Too long ✓ Valid
Your notification has been registered. Close
Looks like you already have notifications active for this size!

We respect your privacy and don't share your email with anybody.

×

Thank you, we have now received and recorded your request to be notified should be restocked.

We will only use your email for this purpose.

We have cancelled your request.