Skip to content
Opið virka daga 11:00-15:00 Skútuvogi 6 6
Opið virka daga 11-15 Skútuvogi 6

Terms of service

Ábyrgð vegna galla er í samræmi við lög um neytendakaup (lög nr.48/2003) og lög um lausafjárkaup (lög nr.50/2000). (nema annað sé tilgreint)

Vert er að taka fram varðandi eiginleika söluhlutar 3D prentara:

3D prentarar er tækni sem nýlega hefur rutt sér til rúms á markaði. Hún er í stöðugri þróun hvað varðar vél- og hugbúnað. Mikilvægt er að kynna sér ætíð nýjungar, uppfærslur, breytingar á notenda handbókum hvað varðar uppsetningu, meðhöndlun, viðhald og viðgerðir á tækinu frá framleiðanda. Mikilvægt er að kynna sér nýjar upplýsingar sem stöðugt berast um vél og hugbúnað.

3D prentarar þurfa reglubundið viðhalds og slitna hlutnir svo sem viftur, stútar, hjól, vírar, sílikon hulsur, tannhjól og svo lengi mætti telja. Við hjá 3D Verk leggjum okkur fram að eiga helstu varahluti í þá prentara sem við seljum, en ómögulegt er að vera með allt á lager og ef bilun eða galli kemur upp sem krefst þess að fá nýjan varahlut sendan að utan getur slíkt tekið 4-10 vikur.

Varahlutir sem eru endurnýjaðir frá framleiðanda vegna galla eru í öllum tilfellum sendir að utan hingað heim og er afhending 4-10 vikur og sendur viðskiptavini sem skiptir sjálfur um varahlutinn. 

3D prentarar koma grunnstilltir frá framleiðenda, en hver og einn þarfnast séraðlögunar til að fá sem bestan árangur. Mjög mikilvægt er að fara ítarlega yfir allan vélbúnað til að tryggja rétta samsetningu einnig það sem er forsamsett frá framleiðanda. 3D prentarar eru viðkvæmir fyrir flutningum þar sem skekkja í vélbúnaði hefur mikil áhrif á gæði prentverka.

Læra þarf á hugbúnað sem býr til skrár sem prentarinn prentar síðan út. Fjölmargar stillingar eru þar að finna og eru framleiðendur 3D prentara ekki ábyrgir fyrir miðlun upplýsinga um notkun á slíkum hugbúnaði.

Gæði prentverka úr 3D prenturum er mjög háð því hversu vel notandinn stillir sitt tæki og krefst það mikillar þjálfunar og kunnáttu. Þar sem lang flestir 3D prentarar eru með opnum hugbúnaði er hafsjór af upplýsingum sem vert er að kynna sér hvernig best megi stilla tækin. Þessar upplýsingar má finna frá öflugu samfélagi áhugamanna um 3D prentun umfram það sem framleiðandinn gefur upp.

Vélbúnaður í 3D prenturum viðkvæmur og krefst vandvirkni og þekkingu varðandi meðhöndlun. Þekking á sviði rafeindavirkjunar, forritunar og verkfræði er æskileg. 3D prentarar krefjast reglubundis viðhalds á búnaði s.s. stútum, prentflötum, túbum, hreyfanlegum hlutum s.s. hjólum, snúningsskrúfum o.s.fr.

Verkstæði og viðgerðir 

GILDIR FYRIR ALLAR VÖRUR

    • Skoðunargjald er tekið fyrir prentara sem koma í viðgerð.

    • Meðalviðgerðartími á Íslandi eru 10‐15 virkir dagar gegn því að allir varahlutir eru til á lager. Viðgerð á vörum sem senda þarf erlendis til viðgerðar er háð skilmálum þess fyrirtækis sem á í hlut.

    • 3D Verk greiðir ekki sendingakostnað til erlends viðgerðarverkstæðis, en varan er send til baka með þér að kostnaðarlausu. Athugið að til að þurfa ekki að greiða af vörunni, er nauðsynlegt að sýna flutningsaðila viðgerðarbeiðni og staðfestingu á því að varan hafi verið send út til viðgerðar. Í sumum tilfellum gæti þurft að gera einfalda útflutningsskýrslu hjá Íslandspósti.

    • 3D Verk tekur ekki ábyrgð á gögnum tækisins.

    • Við viðgerð geta komið upp ýmsar aðstæður, s.s. ef panta þarf varahluti eða viðgerð reynist umsvifameiri en áætlað var, því biður 3D Verk kaupanda um að sýna biðlund ef slíkt kemur upp. Tímarammi getur í sumum tilfellum verið 4-12 vikur.

    • Þegar viðgerð er lokið er hringt í kaupanda eða sent sms og tilkynnt að varan sé tilbúin

    • Framvísa þarf verkbeiðni við afhendingu tækis.

    • Allar fyrirspurnir varðandi vörur í viðgerð skulu berast á tölvupósti í viðkomandi til 3dverk@3dverk.is. 

    TAKMARKANIR:

    • Ef um ræðir sölu til fyrirtækis þá er ábyrgð á galla 1 ár

    • Gildir ekki um eðlilegt slit vegna notkunar, t.d. prentplötur, stútar, vanhirðu vegna viðhalds t.d. hvað varðar smurningu á viðeigandi pörtum

    • Gildir ekki ef tækið hefur verið opnað eða átt við það nema 3D Verk hafi yfirumsjón með eða hafi samþykkt verkið

    • Gildir ekki ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar

    • Gildir ekki um rafhlöður tækja. Rafhlöður eru rekstrarvara og eðlilegt getur verið að þurfi að endurnýja fyrir lok vélbúnaðarábyrgðar. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð.