Skip to content
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga

3D Prentþjónusta

3D Verk bíður upp á hágæða þrívíddar prentþjónustu úr helstu efnum. Lámarksverð pantana er 3.000 kr.m.vsk. + sendingarkostnaður

Til þess að geta gefið þér nákvæmt verð, þá þurfum við frá þér: 

  • Módelið í skráarformi (STL, 3MF eða OBJ)
  • Lýsingu á því hvað hluturinn á að gera og hver "framhliðin" er á stykkinu
  • Efnisóskir, PLA, PETG, ASA, PC, Nælon, TPU o.s.fr., við aðstoðað við efnisval m.v. lýsingu á virkni hlutarins
  • Lit á prentverkinu
  • Nafnið þitt, kennitölu fyrir reikning og símanúmer

Gott að hafa í huga að mjög mörg módel á netinu eru ekki hönnuð fyrir 3D prentun.

Hvað gerum við:

  • FDM/FFF prentun úr prentþráðum (filament)
  • Resin prentun (SLA), mjög litlir munir eru öllu jafnaða prentað úr resin
  • Getum prentað nær öll efni á almennum markaði, árangur getur verið háður hönnun á módelinu
  • Sendum um land allt
  • Getum gert prufur ef um stærri verkefni er um að ræða
  • Höfum t.d. komið með prentara til sýnis og prentað stykki t.d. á Verk og vit, Smáralind o.s.fr. í markaðslegum tilgangi

Hvað gerum við ekki:

  • Engin eftirvinnsla: s.s. pússun, málun, epoxy húðun, hreinsun á stuðningsefni
  • Tökum ekki að okkur föndur/hobby prent eins og hjálma, cosplay búninga, borðspil o.s.fr. slík prent eru mjög tímafrek og mælum með að viðkomandi kaupi prentara í slíkt

Hægt er að sjá hvað prentverk tekur um það bil langan tíma og efnismagn í slicer hugbúnaði sem allir geta sótt án endurgjalds t.d. Ultimaker Cura.

Hlökkum til að prenta með þér!

3dverk@3dverk.is - s. 577-3020

Dæmi um verkefni sem við höfum gert:

Brotið stykki á ísskáp prentað í resin


Mynd: Brotið stykki (hægra megin) var teiknað upp og prentað úr ASA efni (tv.)