Skip to content
Verslun í Skútuvogi er opin 11:00-14:00 virka daga
Verslun opin frá 11-14 virka daga

3D Prentþjónusta

3D Verk bíður upp á hágæða þrívíddar prentþjónustu úr helstu efnum.

Til þess að geta gefið þér nákvæmt verð, þá þurfum við frá þér: 

  • Módelið í skráarformi (STL, 3MF eða OBJ)
  • Lýsingu á því hvað hluturinn á að gera og hver "framhliðin" er á stykkinu
  • Efnisóskir, PLA, PETG, ASA, PC, Nælon, TPU o.s.fr., við aðstoðað við efnisval m.v. lýsingu á virkni hlutarins
  • Lit á prentverkinu
  • Nafnið þitt, kennitölu fyrir reikning og símanúmer

Gott að hafa í huga að mjög mörg módel á netinu eru ekki hönnuð fyrir 3D prentun.

Hvað gerum við:

  • FDM/FFF prentun úr prentþráðum (filament)
  • Resin prentun (SLA), mjög litlir munir eru öllu jafnaða prentað úr resin
  • Getum prentað nær öll efni á almennum markaði, árangur getur verið háður hönnun á módelinu
  • Sendum um land allt
  • Getum gert prufur ef um stærri verkefni er um að ræða
  • Höfum t.d. komið með prentara til sýnis og prentað stykki t.d. á Verk og vit, Smáralind o.s.fr. í markaðslegum tilgangi

Hvað gerum við ekki:

  • Engin eftirvinnsla: s.s. pússun, málun, epoxy húðun, hreinsun á stuðningsefni
  • Tökum ekki að okkur föndur/hobby prent eins og hjálma, cosplay búninga, borðspil o.s.fr. slík prent eru mjög tímafrek og mælum með að viðkomandi kaupi prentara í slíkt

Hægt er að sjá hvað prentverk tekur um það bil langan tíma og efnismagn í slicer hugbúnaði sem allir geta sótt án endurgjalds t.d. Ultimaker Cura.

Hlökkum til að prenta með þér!

3dverk@3dverk.is - s. 577-3020

Dæmi um verkefni sem við höfum gert:

Brotið stykki á ísskáp prentað í resin


Mynd: Brotið stykki (hægra megin) var teiknað upp og prentað úr ASA efni (tv.)

×

We often restock popular items or they may be returned by the other customers. If you would like to be notified when this happens just enter your details below.


Please enter name
Invalid email address
Required mobile number Invalid number Invalid country code Too short Too long ✓ Valid
Your notification has been registered. Close
Looks like you already have notifications active for this size!

We respect your privacy and don't share your email with anybody.

×

Thank you, we have now received and recorded your request to be notified should be restocked.

We will only use your email for this purpose.

We have cancelled your request.