Hoppa í meiginmál
Opið í Skútuvogi 6 á föstudaginn 27.des frá 10:00-16:00
Opið í Skútuvogi 6 föstudaginn 27.des frá 10-16
Þjónust 3D Verk - 3D prentun

Þjónust 3D Verk - 3D prentun

Hér er dæmi um verkefni sem við tökum að okkur í prentþjónustu

Viðskiptavinur leitaði til okkar með stykki sem var brotið í Bosch Siemens ísskápnum. Stykkið var ekki til hjá umboði hér á Íslandi eða framleiðanda


Mynd: Heilt stykki Bosch-Siemens Flap Dispenser partanúmer 12004960

 


Mynd: Brotið stykki, ítrekað hafði stykkið frá framleiðanda brotnað á svipuðum stað á öxlinum

Teikning var til í 3D módel safni Thingiverse.com og því var leikur einn að prenta stykkið og prófuðum við tvær aðferðir í prentun: Resin prentun (SLA) og með prentþræði (FDM/FFF).

Við bjóðum einnig upp á að teikna stykki ef módel er ekki til.

Resin prentun

Við prentuðum stykkið úr Siraya Tech Fast ABS like efni sem gaf góðan styrk og smá sveigju og ágætt höggþol.


Mynd: Resin prentað stykki

 

Resin prentun hentar mjög vel þegar stykki eru lítil og í þessu tilfelli mátum við að það væri meiri styrkur í prentinu með þessari aðferð.

FDM prentun með Bambu Lab prentara

Prófuðum einnig að prenta það með prentþræði úr PCTG efni, það hefði líklega virkað ágætlega en var aðeins sveigjanlegt og stykkið því líklegra til að brotna aftur.


Mynd: Uppstilling fyrir prentun í Bambu Lab X1 Carbon prentara úr PCTG efni, prentað í halla til að laglínur væru sterkari á sem flestum stöðum til að minnka líkur á broti

Við mátum að prentun væri betri með resin í þessu tilfelli og er stykkið komið í notkun. 

Hér má finna frekari upplýsingar um 3D prentþjónustu

Síðasta grein Námskeiðið 3D prentun í iðnaði í samstarfi við Iðuna fræðslusetur
Næsta grein Bambu Studio og sniðmát fyrir efni

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir birtingu

* Nauðsynlegt