Hoppa í meiginmál
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga

Skóla- og fyrirtækjaþjónusta 3D Verks

Við keppumst við að þjónusta allar þarfir fyrirtækja, sveitarfélaga, skóla, námsmanna og einstaklinga í eigin atvinnurekstri með allt frá prentspólum til varahluta.

  • Risaspólur - Við getum sérpöntum stórar prentspólur allt að 5kg spólur, það er breytilegt eftir framleiðendum hversu stórar stakar rúllur eru framleiddar, hægt að hafa 1.75mm eða 2.85mm þykkt á prentþræði. Sérpöntun á spólum getur tekið frá 10-20 virka daga.
  • Viðgerðarþjónusta - 3D Verk getur aðstoðað þig við viðgerðina og höfum samband við framleiðanda fyrir þína hönd. Við leggjum mikið kapp á að hafa eins skjóta þjónustu og mögulegt er þegar prentarinn er óstarfshæfur.
  • Símaráðgjöf - Það getur margt farið úrskeiðis og flest er frekar einfalt að laga. Símaráðgjöf er endurgjaldslaus fyrir fyrirtæki. 
  • Rafrænir reikningar - Allir reikningar frá 3D Verk verða sendir beint í heimabanka fyrirtækis þíns eða skráð fyrirtækið í rafræna móttöku reikninga.

Hvernig versla ég?

Þú einfaldlega setur það sem þú vilt versla í innkaupakörfuna og velur millifærsla/reikningsviðskipti þegar þú klárar kaupin á körfunni. Getum einnig tekið við pöntunum á pantanir@3dverk.is.

Ef þú vilt fá rafrænan reikning beint í bókhaldskerfið þitt, sendu þá okkur tölvupóst á reikningar@3dverk.is og við skráum þig í rafræna móttöku.  

Þú getur líka alltaf hringt inn pöntun í síma 577-3020 og við göngum frá því á örskotsstundu í síma.

    Skólaprentarar

    Við erum með hentuga prentara fyrir alla skóla. Mælum með að þeir séu lokaðir að hluta eða öllu leyti til að fingur séu ekki að flækjast fyrir.

    Rekstrarkostnaður er ekki mjög mikill á þessum prentara, en slithlutir eins og prentplötur og stútar slitna með tímanum. Einnig þarfnast að smyrja sumar stangir og skrúfur.

    3D Verk býður upp á viðgerða og viðhaldsþjónustu og eigum við mikið magn af varahlutum í prentarann ef eitthvað skildi koma fyrir.

    Við getum boðið upp á námskeið fyrir 3D prentun og sérsniðið að þeim prenturum notaður er í kennslu.

    Smelltu hér til að sjá úrvalið af prenturum sem henta í skóla