Skip to content
Hægt að sækja pantanir í Skútuvog 6 virka daga á milli 11:00 og 14:00
Hægt að sækja pantanir í Skútuvog 6 virka daga á milli 11 og 14
3D prentaðir skartgripir

3D prentaðir skartgripir

Upphaflega var Barbora Koutna smíðahönnuður en eftir að hún fékk sinn fyrsta 3D prentara í jólagjöf varð hún algjörlega ástfangin af þessari tækni, setti upp nýtt vörumerki 3dBara og byrjaði að hanna og búa til sína eigin skartgripi. Skartgripirnir eru prentaðir með Fillamentum PLA Extrafill sem býður upp á mikið úrval af fallegum litum.

3D prentað skart

„Þrívíddarprentunarþráður frá Fillamentum er mitt uppáhald og nota ég það mest. Þeir uppfylla kröfur um gæði prentunar og auðvitað þakka ég mikið úrval af litum. Mér og viðskiptavinum mínum líkar best við prentþræði með glimmeri og glans, til dæmis PLA Extrafill Vertigo geimgrár, Wizard's Woodoo, Silfur prinsessunnar eða Glópagull. “ seigir Barbora Koutna um reynslu sína af litaúrvali Fillamentum.

3D prentaðir hringir

Eftir fyrstu tilraunir með prentun ýmissa smáhluta eins og kassa, leikfanga eða áhöld til heimilisbrúks, fór athygli Bara fljótlega í átt að heim þrívíddarprentaðra skartgripa. Það gaf henni einstakt tækifæri til að móta og prenta skartgripi sem hún fær ekki í venjulegum verslunum. Að auki er hægt að aðlaga þau að stærð, lögun og lit; bara nákvæmlega sniðin að öllum.

Mikilvægur þáttur í framleiðslu Bara er að búa til skartgripi og fylgihluti sé þess óskað, beint fyrir sérstakan fatnað, mynstur á dúkur eða við sérstök tilefni. „Heimur þrívíddarprentunar heillaði mig aðallega vegna þess að ég gat búið til vörur frá A-Ö, teiknað þrívíddarmótelið, prufað hvað gekk og hvað ekki og koma með lokaútgáfuna án þess að mikill tími eða kostnaður færi í verkefnið. Kosturinn var líka sá að ég gat gert þetta alveg sjálf án þess að kaupa mér utanaðkomandi þjónustu.

Fyrsta skrefið hjá Bara var að koma hönnuninni í verslanir í nokkrum tékkneskum borgum. Hún þakkar velgengni sinni einnig því að hún setti alla sína skartgripi til sölu á 3dbara.cz frá fyrsta degi og náði því góðri fótfestu á markaðinum á stuttum tíma.


Burtséð frá endalausum valkostum við að búa til mismunandi gerðir af skartgripum, er annar mikill kostur eiginleikar PLA. Til að prenta skartgripina verða þeir að vera léttir, viðnám og fjölbreytt úrval af litasamsetningum er einnig stór plús.

„Persónulega finnst mér vistfræðilegi þátturinn og sjálfbærni þrívíddarprentaðra skartgripa ótrúlega áhugaverður. Að auki er rekstur 3D prentarans, orkunýtinn og þessi framleiðsla gerir þér kleift að framleiða aðeins eins mörg stykki og ég þarf, sem gerir hann tilvalinn fyrir sérsniðna framleiðslu“ seigir Barbora Koutna að lokum.

Previous article David Shorey hannar Cyperpunk2077 fjaðrir
Next article Er PLA að spúa PM 2.5?

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields