Skip to content
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Slice Engineering kemur til 3D Verks í september 2021

Slice Engineering kemur til 3D Verks í september 2021

Við fögnum því að Slice Engineering mun koma í sölu hjá okkur í september 2021 höfum við tekið saman upplýsingar um fyrirtækið og kynningu á lykilfólki innan fyrirtækisins. 

Slice Engineering®

Þegar það kemur að því erum við verkfræðingar. Þegar við lendum í vandamálum, þá er það einsett fyrir okkur að finna lausn eða búa hana til. Við horfum til stærstu uppfinningamanna sögunnar og sjáum sameiginlega sýn: sjúkleg forvitni um hvernig hlutirnir virka og óseðjandi löngun til að bæta heiminn. Sú forvitni hvetur okkur - sýn til að ýta tækninni lengra og lengra en talið hefur verið mögulegt.

Einn af heimsfrægu arkitektunum, Louis Sullivan, hafði það sem mottó sem hefur gegnsýrt hönnun, verkfræði og arkitektúr: form fylgir alltaf hlutverk. Innan ramma hönnunar þýðir það að lögun byggingar ætti fyrst og fremst að tengjast fyrirhugaðri virkni og tilgangi hennar.

Það er einfalt, en djúpt. 

Þessi speki leiddi okkur til þess endurhugsa suma þeirra íhluta í 3D prentara sem við notuðum á þeim tíma. Voru þeir best hannaðir og uppbyggðir út frá fyrirhugaðri virkni þeirra? Ég sagði þér að það er árátta...

Nálarauga verkfræðingsins og skóli lífsins hefur opnað nýjann heim fyrir verkfræðilegar lausnir sem einmitt leiddi til stofnunar Slice Engineering®. Vegna þessara uppgötvana geturðu nú prentað hraðar, með hærri upplausn, með því að nota allt frá frá PLA lífmassa til flóknasta tækniplasts.

Markmið okkar

Dagleg verkefni okkar og megintilgangur er að koma hugmyndum í veruleika. Við gerum þetta með því að nýta 3D prentun til að finna nýjar og einstakar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Grunngildi

Virðisaukandi nýsköpun - Við búum til hluti sem færa markaðnum nýjar lausnir. Við fylgjum ekki fjöldanum ogkjósum frekar að fara ótroðnar slóðir.

Láttu form fylgja virkni - Við leitum að hagnýtum lausnum á verkfræðilegum vandamálum en forðumst óþarfa. Það er mikil fegurð í virkni. Þetta er hönnunarheimspeki okkar.

Heiðarleiki er hjartað félagsins - Við skuldbindum okkur til að gera hið rétta, jafnvel þótt það sé ekki það þægilegasta eða arðbærast. Við erum hér til þess færa heiminum nýjar lausnir í marga áratugi, ekki bara í nokkur ár.

Kerfisbundið ágæti - Við tökumst á við vandamál beint og byggjum til framtíðar.

Viðskiptavinurinn kemur fyrstVið keppumst við að vinna verkið rétt og á réttum tíma fyrir viðskiptavini okkar án þess að fórna grunngildum okkar.

Framleitt í Bandaríkjunum - Við leitumst við að framleiða allt sem hægt er að framleiða innanlands og leitum einungis út fyrir landssteinanna í ýtrustu neyð, eða ef t.d. ákveðinn málmur er ekki að finna í ríkjum BNA.

Lykilstarfsmenn

Dan frá Slice Engineering

Daniel Barousse
CEO & Co-Founder

Dan hefur reynslu sem atvinnuflugmaður, úr orkuvinnslugeiranum og hönnunar lækningatækja, en hefur alltaf verið heillaður af FDM tækninni (3D prentun). Hann hefur varið mest af síðustu 7 árum í eigin rekstri, framleiðslu og vöruþróun, með smá R&D.  Hann er yfirlýstur naumhyggjumaður (þó konan hans sé stundum ósammála) og elskar glæsileika þess að útrýma sóuninni sem felst í hefðbundinni frádráttarframleiðslu með því að nota aðeins það sem þú þarft í raun til að framleiða. Dan elskar að hlaupa, Crossfit, lesa, eyða tíma með konu sinni og syni og verður ofboðslega ofvirkur og æstur í að hugleiða nýjar lausnir og hugmyndir, og koma þeim síðan til skila. Dan er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað til lands, farið hringinn og hefur kolfallið fyrir íslenskri menningu og náttúru.

Chris frá Slice Engineering

 

Chris Montgomery, PE
CTO & Co-Founder

 Chris er löggiltur verkfræðingur með yfir 15 ára reynslu í vöruhönnun, aðallega í lækningatækjum. Hann er einnig ASME löggiltur sérfræðingur í geometrískri vídd og þoli (GD&T), einn af örfáum í Bandaríkjunum í þeirri sérgrein. Sérgrein hans er hönnun til framleiðslu (DFM), fræðigrein sem finnur leiðir til að búa til sömu íhluti fyrir minni kostnað. Chris hefur fleiri þrívíddarprentara heima hjá sér en hann veit hvað á að gera við og er aðal heilinn á bak við Slice Engineering®. Þegar hann er ekki að vinna er Chris gráðugur skíðamaður, kafari og uppfinningamaður (sem er líka vinna, en það er líka skemmtilegt, svo við munum skilja það eftir í þessum flokki).

 

Previous article Er PLA að spúa PM 2.5?
Next article Stillingar fyrir Proto Pasta (Prusa og Creality)

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields