Skip to content
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Samsetning og yfirferð á CR-10 Smart Pro

Samsetning og yfirferð á CR-10 Smart Pro

Það helsta til að ná góðri uppsetningu á CR-10 Smart Pro.
Gott er að framkvæma þessa röð aðgerða hér að neðan á nýjum tækjum og aftur þegar eitthvað byrjar að klikka í prentun sem gæti verið tengt ójöfnum prentfleti eða vandamálum í vélbúnaði.

1. Prentflöturinn skröltir ekki laus þegar hann er færður fram og til baka og vaggað rólega með handafli.

Það eru þrjár hjámiðjurær sem kallast á ensku eccentric nut sem þurfa að vera með réttri herslu. Miðast við að hægt er að snúa svarta POM hjólinu án þess að beita miklu afli. Of lausleg hersla þá skrölltir prentflöturinn laus. Það getur því verið kúnst að ná hjámiðjurærnum í rétta herslu því stilling á einni hefur áhrif á þær sem eru við hliðina.


 
2. Prenthausinn þarf að geta ferðist um án tregðu og ekki skrölta laus, það er hjámiðjuró undir honum sem þarf að vera hæfilega hert, ekki of mikið þá kemur mótstaða í færslu á prenthausnum og ekki of laust þá skrölltir hann laus.


3. X ásinn er jafn báðu megin, hér má sjá nokkrar aðferðir til þess að stilla hann réttan:


4. Uppfæra stýringar firmware fyrir móðurborð og skjá, þegar þetta er skrifað er nýjasta útgáfan dagsett 3 mars 2022 og er útgáfa 1.013. Sjá leiðbeiningar fyrir uppfærslu hér:
Hér má sækja nýjust útgáfu af firmware


5. Framkvæma sjálfvirka beðmáls aðgerðarstjórnun (bed leveling) 


6. Gæta þarf þess að í Slicer hugbúnaði eins og Ultimaker Cura er ekki til sniðmát fyrir Pro útgáfuna en það er hægt að styðjast við CR-10S Pro en nauðsynlegt að breyta retraction setting í 0.8 mm og hraða á retraction 40 mm/sek.

Hér má sjá öll myndskeið tengd CR-10 Smart Pro og hinum ýmsu atriðum sem kunna að kom upp:


https://youtube.com/playlist?list=PLW9O3eZmo5E0zJbBw76suwKIN7dnoueDX

Previous article Samsetning og yfirferð á Creality CR-6 SE
Next article Reykjanesbær fær afhenta prentara

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields