Skip to content
Hægt að sækja pantanir í Skútuvog 6 virka daga á milli 11:00 og 14:00
Hægt að sækja pantanir í Skútuvog 6 virka daga á milli 11 og 14
3D Verk og Iðan

Námskeiðið 3D prentun í iðnaði í samstarfi við Iðuna fræðslusetur

3D Verk í samstarfi við Iðunni fræðslusetur bjóða upp á námskeið í grunnatriðum í 3D prentun.

Hérna má sjá námskeið sem eru á næstunni

Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í þrívíddarprentun.

Unnið er með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Farið er yfir mismunandi efni til þrívíddarprentunar og bornir saman kostir og gallar þess.

Bambu Lab A1 Combo fylgir með sem hluti af námsekiðisgjöldum

Þátttakendur setja upp pvrentarann Bambu Lab A1 Combo og nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum.

Þátttakendur prófa Fusion 360 teikniforritið, fá aðgang að íslensku netnámskeiði fyrir Fusion 360, teikna hlut og prenta út. Verkefni til prentunar verða einnig sótt af vefsíðum.

Farið verður lauslega yfir 3D skönnun og geta þáttakendur prófað 3D skanna.

Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu.

Á þessu námskeiði gilda ekki gjafabréf eða önnur afsláttarkjör en niðurgreiðsla til félagsfólks Iðunnar fræðsluseturs.

Hér má sjá aðildarfélög Iðunnar

Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði ef þáttakandi er utan Iðunnar.

Næstu námskeið má finna á þessum hlekk

Kennari er Jóhannes Páll Friðriksson eigandi 3D Verk ehf. og er námefnið mest megnis á Íslensku.

Next article Þjónust 3D Verk - 3D prentun

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields