Skip to content
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga

Creality Sonic Pad - Klipper fyrir Creality og fleiri prentara

Original price 29.900 kr - Original price 29.900 kr
Original price
29.900 kr
29.900 kr - 29.900 kr
Current price 29.900 kr
Availability:
Low stock
SKU SONIC-PAD

 

Notendavæn uppsetning

Sonic Pad er forstilltur fyrir 22 mismunandi Creality prentara og getur þú með fljótlegum hætti sett upp Klipper á prentaranum. Hægt er að tengja samtímis fjóra prentara við Sonic Pad.

Með USB snúru eða Serial kapal er hægt að tengja Sonic Pad við eftirfarandi Creality prentara á mjög einfaldan máta:

Compatible models:

  • Ender-3 V2 og Ender-3 V2 Neo
  • Ender-3 51
  • Ender-3 S1 Pro
  • Ender-3 Pro
  • Ender-5 Plus
  • Ender-3 Max
  • Ender-3 S1 Plus,
  • CR- 10 Smart
  • CR-10
  • 5 Pro V2
  • CR-10 V3
  • Ender-5 S1
  • Ender-5 Pro
  • Ender-6
  • Ender-7
  • Ender-3 Max Neo
  • CR-10, CR-10 S4, CR-10 S5, CR-10 V2
  • CR-10 Smart Pro
  • CR-6 MAX
  • CR-6 SE
  • CR-200B
  • CR-30
  • Sermoon D1
  • Ender-2 Pro
  • CR-M4
  • Ender-3 Neo
  • Flsun SR
  • Flsun Q5
  • Prusa Mini
  • Prusa MK3S+

Hraðari prentun með sömu gæðum

Sonic Pad notast við Klipper stýrikerfið og það býður upp á mikla möguleika á stillingum til þess að hægt er að auka hraðan í prentun án þess að það komi niður á prentgæðum.

Hér má fræðast um Klipper stýrikerfið, sérstaklega finnst okkur Pressure Advance og Resonance Compensation skemmtilegar sérstillingar. Það er alltaf mikilvægt að prentarinn er rétt samsettur og allir hreyfanlegir hlutir eru með réttum herslum á hjólum til að hámarka árangur með Sonic Pad.

Snjöll prentforskoðun

Sonic Pad gerir kleift að forskoða gerðir sneiðar með Creality Print, Ultimaker Cura, Prusa Slicer og Super Slicer. Þannig veistu fyrirfram hvernig fullunnar prentanir þínar munu líta út!

Sonic Pad inniheldur:

4 x USB 2.0 tengi
1 x RJ45 tengi
1 x tengi fyrir hröðunarskynjara sem fylgir með

Ef myndavél er tengd er einnig hægt að taka upp prentunina þína á myndband og deila þeim með hverjum sem er.

Aðgangur frá mismunandi kerfum

Hvort sem þú hefur aðgang að Creality Sonic Pad í gegnum innbyggða snertiskjáinn eða í gegnum netvafra er algjörlega undir þér komið! Þú getur annað hvort uppfært græjuna handvirkt á netinu í gegnum OTA eða offline í gegnum USB disk.

Opinn hugbúnaður

Creality Sonic Pad fylgir reglum opins hugbúnaðarsamfélagsins (open source). Notendur geta breytt og sérsniðið frumkóðann í samræmi við eigin þarfir.