Skip to content
Sendum samdægurs alla virka daga þegar pantað er fyrir 13:00
Sendum samdægurs alla virka daga þegar pantað er fyrir 13:00

Skóla- og fyrirtækjaþjónusta 3D Verks

Við keppumst við að þjónusta allar þarfir fyrirtækja, sveitarfélaga, skóla, námsmanna og einstaklinga í eigin atvinnurekstri með allt frá prentspólum til varahluta.

Með því að skrá þig í Fyrirtækjaþjónustu 3D Verks færð þú enn betri þjónustu frá fagmönnum.

  • Hraðþjónusta - Við komum prentverkinu til þín eins fljótt og hægt er án sendingagjalds.
  • Risaspólur - Við sérpöntum fyrir þig allt að 3kg spólur frá bæði Proto Pasta og Fillamentum í 1.75mm eða 2.85mm. Þetta á helst við um iðnaðarplast, karbon fíber, svart og hvítt PLA, PET-G og sumar aðrar vörur.
  • Viðgerðarþjónusta - 3D Verk er ekki sem stendur viðurkenndur viðgerðaraðili fyrir prentara, en við getum aðstoðað þig við viðgerðina og höfum samband við framleiðanda fyrir þína hönd.
  • Símaráðgjöf - Það getur margt farið úrskeiðis og flest er frekar einfalt að laga. Símaráðgjöf er endurgjaldslaus fyrir fyrirtæki. 
  • Rafrænir reikningar - Allir reikningar frá 3D Verk verða sendir beint í heimabanka fyrirtækis þíns og er samhæft við XML bókhaldskerfi. Ekki er tekið við greiðslukortum, debetkortum eða bankamillifærslum.

Skráðu þig í fyrirtækjaþjónustu 3D Verks með því að senda tölvupóstfang á 3dverk@3dverk.is með kennitölu ásamt nafni og símanúmeri tengiliðs og við skráum þig undir eins.

Hvernig versla ég?

Þú einfaldlega setur það sem þú villt versla í innkaupakörfuna þína, velur bankamillifærslu eða greiðir með innkaupakorti. Ef þú villt fá XML reikning hringir þú í okkur í síma 577-3020 eða sendir okkur póst á 3dverk@3dverk.is og við göngum frá pöntun og sendum reikning í heimabankann eða bókhaldskerfi þitt. 

Þú getur líka alltaf hringt inn pöntun í síma 577-3020 og við göngum frá því á örskotsstundu í síma.

    VIð erum með hentuga prentara fyrir alla skóla. Mælum með að þeir séu lokaðir að hluta eða öllu leyti til að fingur séu ekki að flækjast fyrir.

    CR-200B hefur því hentað vel í þetta hlutverk, hann hefur passlega stærð á prentfleti (200x200x200 mm), með plexigler í hliðunum þannig krakkarnir geta fylgst með sköpun sinni verða að veruleika undir fallegu LED ljósi.

    Skólaprentarar


    CR-200B er fallegur prentari og hljóðlátur og fylgja leiðbeiningar á íslensku með prentaranum.

    Rekstrarkostnaður er ekki mikill á þessum prentara, en við mælum með að einu sinni á ári verði farið yfir hann og skipt um slithluti svo sem stúta, PTFE túbu, Z skrúfur smurðar, stýringar uppfærðar og yfirferð á festingum.

    3D Verk býður upp á viðgerða og viðhaldsþjónustu og eigum við mikið magn af varahlutum í prentarann ef eitthvað skildi koma fyrir.

    Við bjóðum upp á námskeið fyrir 3D prentun og sérsniðið að þeim prenturum notaður er í kennslu.

    Smelltu hér til að sjá úrvalið af prenturum sem henta í skóla