Skip to content
Sumarfrí: Afgreiðsla pantana mun taka 2-3 virka daga, gildir til 6. ágúst
Sumarfrí: Afgreiðsla pantana er 2-3 virkir dagar

3D Prentarar - Prusa MK3S+

Það er hægara sagt en gert að kaupa sér 3d prentara á Íslandi, en við getum mælt með nokkrum prenturum frá Prusa Research sem eru framleiddir í Evrópu og þjónustan er til fyrirmyndar hjá því fyrirtæki.

Prusa MK3S+

3D Prentarinn frá Prusa (MK3S+)

Hinn upprunalegi Prusa i3 MK3S+ er nýjasta útgáfan af margverðlaunuðum 3D prentara okkar. Við höfum uppfært MK3S með glænýjum SuperPINDA skanna til að bæta mælingu prentflatar fyrir fyrsta prentlag, bætt við hágæða Misumi legum og ýmsum gagnlegum hönnunarúrbótum til að auðvelda samsetningu og viðhald prentarans. MK3S+ inniheldur alla góða eiginleika fyrri gerða, þar á meðal hitabúnað með færanlegum PEI húðuðum stálprentplötum, sjálfvirkri möskvastækkun, þráðskynjara, vörn gegn rafmagnsleysi og bætt ýmis öryggisatriði. Ekki má gleyma að hann er hljóðlátari en nokkrum sinni fyrr, þú veist ekki að hann er að prenta þó svo að hann sé staðsettur í sama herbergi og þú.

MK3S+ er fáanlegur samsettur og prófaður í verksmiðjunni, svo allt sem þú þarft að gera er að taka hann úr kassanum og stinga í samband, en það er besta leiðin til að kynnast nýja 3D prentaranum þínum. Þú getur einnig valið að setja hann saman skrúfu fyrir skrúfu til að læra allt um hönnun þess og hvernig það virkar! 

Þökk sé öllum þessum (og mörgum öðrum) eiginleikum varð MK3S „Besti 3D prentarinn“ samkvæmt ALL3DP. MK3S+ hefur einnig fengið „Editor’s Choice“ í hinum virta MAKE: MAGAZINE Digital Fabrication Guide 2019. MK3S er einnig að finna í lista yfir bestu 3D prentarana hjá TechRadar árið 2021 og sem besta alhliða 3D prentarann. NY Times skrifaði að "... af þeim 11 prenturum sem við höfum prófað undanfarin fimm ár hefur Prusa i3 MK3S prentarinn framleitt stærstu og flottustu útprentanirnar." Samkvæmt ZDNet er MK3S „Besti þrívíddarprentari undir 1000 dölum.“

Hægt er að auka enn frekar virkni MK3S+ með okkar einstöku multi-material uppfærslu 2S til prentunar með allt að 5 þráðum samtímis. (Marglitaprentun)

Kaupa samsettan prentara

Kaupa og setja saman sjálfur