Laufabrauðsjárn úr málmi og plasti
Falleg laufabrauðsjárn úr ryðfríu stáli með plasthandfangi og kemur í fallegum kassa. Aðeins voru framleidd fá eintök.
Tilvalin jólagjöf og fyrir laufabrauðs gerðina.
Hönnuð og framleidd á Íslandi af N.Hansen á Akureyri.
Stálið er ryðfrítt og eru allir íhlutir þrívíddarprentaðir, stálið sem og plastið!
Að þessu sinni koma þau í sérsniðnum kassa, sem við að sjálfsögðu prentum.
Við viljum bjóða þeim sem keyptu hjól hjá okkur í fyrra að nálgast kassa undir sitt hjól, sér að kostnaðarlausu.
Helstu upplýsingar um laufabrauðshjólin okkar:
• Þau eru úr endingargóðu plasti og ryðfríu stáli, sem gerir þau bæði létt og sterk.
• Mynstrið er 19 mm breitt og hjólið hefur tólf tennur
Við eigum nokkur eintök til sölu, verð 24.500 kr