Skip to content
Verslun Skútuvogi 6 opin virka daga 10-15
Verslun opin virka daga 10-15

Viltu vinna með framtíðartækni hjá 3D Verk?

3D Verk leitar að öflugum og tæknisinnuðum starfsmanni í verslun okkar í Skútuvogi 6

Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn að sökkva sér í heim þrívíddarprentunar. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem reynir á tæknilega færni og góða samskiptahæfileika til að þjónusta viðskiptavini

Helstu verkefni:

  • Afgreiðsla og ráðgjöf: Þjónusta við viðskiptavini í verslun, ásamt svörun síma og tölvupósta
  • Vefumsjón: Skráning nýrra vara og gerð vörulýsinga fyrir vefinn
  • Lager: Móttaka og frágangur pantana ásamt almennri umsjón með verslunarrými
  • 3D Prentun og viðgerðir

Hæfniskröfur:

  • 3D prentun: Góð grunnþekking á tækninni er mikill kostur
  • Tungumál: Mjög gott vald á íslensku og ensku (í ræðu og riti)
  • Tölvufærni: Við notum Shopify vefkerfið. Kostur er ef þú þekkir til kerfisins
  • Persónulegir eiginleikar: Þjónustulund, nákvæmni og geta til að vinna sjálfstætt

Vinnutími:

Vinnutíminn er 9:00 – 16:00 alla virka daga. Tilvalið fyrir þá sem vilja gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Af hverju 3D Verk?

Hjá 3D Verk færðu tækifæri til að starfa í fremstu röð í ört vaxandi geira. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað með skemmtilegum áskorunum þar sem þú færð að kynnast nýjustu tækninni í 3D prentun af eigin raun

Áhugasamir geta sent ferilskrá og stutt kynningarbréf á johannes@3dverk.is

Einnig væri gaman að heyra stuttlega af þinni reynslu af 3D prentun í umsókninni

Next article Viðtal á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields