Hringdu í síma 577-3020 fyrir aðstoð
Við erum við símann alla daga frá 9 til 20. Sími 577-3020
Það hafa eflaust flestir tekið eftir því að vöruverð hefur farið hækkandi á Íslandi síðan SARS-CoV-2 heimsfaraldurinn byrjaði í mars/apríl 2020 hér á landi og að mikið hefur verið um að fyrirtæki hækki álagningu á mikilvægum nauðsynjarvörum svo sem sápu og spritti jafnvel um 300% án þess að birgjar hafa þurft að greiða meira fyrir vöruna. Lögmálið um framboð og eftirspurn.
Við hjá 3D Verk urðum varir við þetta en þó ekki frá okkar byrgjum, sem voru eins og við frekar á þeim nótum að taka á sig COVID-19 kostnað og lækka álagningu, frekar en að velta því út í verðlagið.
Birgjar okkar eins og Proto Pasta ásamt Fillamentum tóku fljótlega þá ákvörðun að halda verðlagi samkvæmt 2019 verðlistum. Á hinn boginn hefur sendingarkostnaður til Íslands frá BNA og Evrópu hækkað um 10-15% með COVID álagsþóknun, en frá austurlöndum fjær um 300% miðað við 2019. Þess ber að geta að jafnvel fyrir faraldur var álagið milli heimsálfanna mikið, en eftir að Súes skurðurinn stíflaðist ásamt víðtækum COVID smitum í suður Kína, er meðal biðtími um 4-6 mánuðir eftir pláss í gámi.
Þetta hefur haft áhugaverðar afleiðingar í för með sér, allt í einu eru vörur frá Kína orðnar dýrari en betri vörur frá BNA og Evrópu, allt vegna hærri sendingarkostnaðar. Talið er skv. sérfræðingum í þessum geira að verð frá Kína til Evrópu og BNA muni ekki lækka fyrr en 2022 og vera komin í skinsamlegt horf síðla árs 2024.
Það er því spurning hvort við Íslendingar notum ekki tækifærið og byrjum að færa okkur frá ávana af ódýrum austurlenskum vörum og styðjum frekar við vörur framleiddar hjá bandamönnum okkar fyrir sama og/eða minni pening.
Eins og þú hefur eflaust tekið eftir lesandi góður, erum við núþegar farin að lækka verð í samræmi við erlendar netverslanir, það er að seigja, við seljum filaments/prentspólur nú á sama verði og í Bandaríkjunum, og ef samningar takast við Fillamentum munum við lækka verðið frá þeim í það sama og það gerist innan Evrópusambandsins.
Print on!
Ágúst Bjarkar
Leave a comment