Skip to content
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Prentspólur, úrgangur og upplifun viðskiptavina

Prentspólur, úrgangur og upplifun viðskiptavina

Plastúrgangur er raunverulegt vandamál, og því er umræðu þörf, en til að draga úr sóun þarf einnig heildstæða nálgun á vandamálið. Sem framleiðandi prentefnis sem einnig hefur brennandi áhuga á því að draga úr úrgangi, byrjuðum við hjá Proto-pasta fyrir meira en 8 árum að framleiða vöru með það að markmiði að nota aðeins endurnotanlegar spólur eða vafninga til að draga úr notkun plasts og ónauðsynlegum umbúðum. Veistu hver niðurstaðan var? Meiri sóun.

Meira sóað efni vegna flækju á spólunum okkar (rétt meðhöndlun var raunveruleg áskorun). Tímasóun og pirringur frá notendum. Sóað prentefni og rafmagn vegna prentana sem misheppnuðust. Mikill tími sem fór í að aðstoða viðskiptavini okkar við að leysa vandamál þessu tengdu. Þetta voru ekki framför. Þetta módel sem við höfðum búið til var ekki eins slæmt fyrir þá sem notuðu 2,85 mm prentvíra þar sem vafningarnir eru styttri, eðlinu samkvæmt, en í heildina var þetta að auka á vandann í stað þess að leysa hann.

Við höfðum samt ekki áhuga á því að senda spólur gerðar úr plasti heimshornanna á milli með allri þeirri mengun sem auka þyngd sem hefur í för með sér, sem endar síðan beint á ruslahaugunum eftir notkun, nei takk. Við tókum því þá ákvörðun að hanna spólurnar frá grunni og enduðum á þeirri lausn sem gerir Proto Pasta svo einkennandi í dag; Pappaspólur.

En af hverju pappa? Það er hægt að endurvinna það á flestum stöðum í heiminum og við náðum að auka gæðin hjá okkur með því að minka vandamál hjá neytendum.

Þrátt fyrir að nú virtist vandamálið leyst, fengum við enn kvartanir frá viðskiptavinum sem sögðu að fyrir peninginn sem maður greiðir fyrir hágæða vöru ættu hún í það minnsta að koma á góðri, sterkri plastspólu. Bíddu nú hægur, vilt þú að við seljum þér meiri úrgang svo þér líði eins og þú hafir fengið betri díl?

Ég hef séð allmikið magn af undurfögrum umbúðum, sem fara beint í ruslið, við þurfum samfélagslegar og menningarlegar viðhorfsbreytingar til umbúðasóunnar. En er þetta að gerast nógu hratt? Það er erfitt að seigja til um það, en sem betur fer eigum við ástríðufulla notendur og samfélagsmeðlimi eins og Richard Horne (RichRap) sem er ekki að sætta sig við óbreytt ástand og knýr framleiðendur áfram til breytinga! Við erum heldur ekki að gefast upp. Eftir allt saman gerum við okkur grein fyrir því að við erum aðeins lítið horn í þrívíddarprentunarsamfélaginu, en ef við getum bundist höndum saman og gera betur.

Friður, ást & pasta, Alex

P.S. Þakkir til samverkamanna - Við höldum áfram að færa út mörk þess sem er þekkt og viðurkennt sem „staðal“. Höldum áfram að þróa það sem við þekkjum og „gerum hlutina“ betri !!!

 

Þýtt af Ágúst Bjarkar 11. júlí 2021

Previous article Hvernig herði ég PLA með hitameðferð?
Next article Endalaust Pasta #12 útgáfa – Innblásið af degi jarðar

Leave a comment

Comments must be approved before appearing

* Required fields