Hoppa í meiginmál
Opið í Skútuvogi 6 á föstudaginn 27.des frá 10:00-16:00
Opið í Skútuvogi 6 föstudaginn 27.des frá 10-16
Epoxy húðað PLA

Epoxy húðað PLA

Það er skemmtilegt að gera listaverkin sem maður prentar út enn fallegri. Möguleikarnir eru næstum því endalausir en í dag ætla ég að seigja ykkur frá því hvernig við hjá 3D Verk göngum frá okkar verkum sem ætluð eru til notkunar í vatni, svo sem blómavasar.

Það efni sem við kjósum að nota er EcoPoxy UV Resin. Vinnutími þess er um 20-30 mínútur en það fer eftir hitastigi hversu langan tíma þú hefur til þess að klára að epoxa.

Blöndun

Jafn mikið magn í millilítrum af B- og A-hluta (Fyrst B, síðan A) og hræra vel í u.þ.b. 4-5 mínútur. Skafa vel úr hliðum og börmum ílátsins á meðan blöndun stendur. Gott er að nota "einnota" tréskeiðar sem fást í flestum matvöruverslunum í dag, eða nota þá sem þú fékkst með ísnum um daginn á Olís. Einn vasi þarf um 100ml samtals í innri húðun eins og er á þessari mynd, en aðeins 20ml í ytri húðun í hverri umferð.

Innri húðun

Ef þú ætlar að húða vasa að innan er gott að hella ÖLLU inn í hann og velta því til, það hjálpar einnig til við að vera 100% viss um að efnið sé fullblandað og að ekkert fari til spillis. Ef það er seigt þá er hægt að hita það í vatnsbaði eins og súkkulaði þar til það er orðið þynnra og hella því síðan í vasann, hinsvegar er meðhöndlunartíminn orðinn styttri ef maður hitar epoxýið upp of mikið.

Eftir að þú ert viss um að epoxýið sé komið í alla króka og kima snýrð þú vasanum á hvolf í 5 mínútur svo að epoxýið leki útum allt og húði vel. Snúa síðan við og geymið á rökum og notalegum stað (t.d. baði eða eldhúsi) í a.m.k. 12 tíma,

Ytri húðun

Við húðun að utan er gott að prenta statíf, eða rör sem þú getur sett inn í vasann svo að hann standi á hvolfi í 1-2cm hærri hæð en vinnuflötur. Einnig er oft hægt að nota pappa af klósetrúllum sem statíf. Setja á sig plasthanskana og MAKA epoxý utan á vasann. Eftir um 5 mínútur, þegar þú sérð loftbólur myndast ofaná botn vasans þá er gott að nota grillkveikjara og sprengja blöðrurnar þannig.  Einnig er hægt að nota 99% IPA en það er ekki auðvelt að nálgast hér á landi.

Passaðu þig sérstaklega á því, að stoppa hvergi með kveikjarann því þá áttu á hættu að brenna epoxýið og það skemmist.  

Ef það er afgangur og ekkert annað sem hægt er að skella epoxýinu á, hellir þú því ofan á vasann eftir að þú ert búinn að koma honum á statífið. Þá færðu fleiri og stærri dropa.

Ef þú vilt fá enn fleiri dropa og kannski hefur hug á að merkja vasann, þá er gott að bíða í sólarhring, merkja með fallegum gylltum eða silfurpenna og hella 10-20ml af blönduðu epoxy yfir.

Fígúrur

Hér þarf lítið magn, kanski 10-20ml af blönduðu efni. Notið einfaldlega puttann (með hanska) og makið á prentverkið, látið standa á plastdúk eða silicone mottu á statífi eða klósetrúllu. Daginn eftir pússar maður síðan dropana af sem koma að neðan.

Mica duft

Rúsínan í pylsuendanum er auðvitað not á litum, og þá sérstaklega mica dufti sem hægt er að fá í öllum regnbogans litum. Persónulega finst mér best að setja nálarodd í 100ml af glitrandi alaska perlum en þær gefa dýft og 3D einkennin sem maður vill oft sjá í svona verkum. EcoPoxy framleiðir einmitt vistvæn steinefni til þessara nota.

Síðasta grein Stillingar fyrir Proto Pasta (Prusa og Creality)
Næsta grein Proto Pasta verðlagning

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir birtingu

* Nauðsynlegt