Hringdu í síma 577-3020 fyrir aðstoð
Við erum við símann alla daga frá 9 til 20. Sími 577-3020
Það er skemmtilegt að gera listaverkin sem maður prentar út enn fallegri. Möguleikarnir eru næstum því endalausir en í dag ætla ég að seigja ykkur frá því hvernig við hjá 3D Verk göngum frá okkar verkum sem ætluð eru til notkunar í vatni, svo sem blómavasar.
Það efni sem við kjósum að nota er EcoPoxy UV Resin. Vinnutími þess er um 20-30 mínútur en það fer eftir hitastigi hversu langan tíma þú hefur til þess að klára að epoxa.
Jafn mikið magn í millilítrum af B- og A-hluta (Fyrst B, síðan A) og hræra vel í u.þ.b. 4-5 mínútur. Skafa vel úr hliðum og börmum ílátsins á meðan blöndun stendur. Gott er að nota "einnota" tréskeiðar sem fást í flestum matvöruverslunum í dag, eða nota þá sem þú fékkst með ísnum um daginn á Olís. Einn vasi þarf um 100ml samtals í innri húðun eins og er á þessari mynd, en aðeins 20ml í ytri húðun í hverri umferð.
Ef þú ætlar að húða vasa að innan er gott að hella ÖLLU inn í hann og velta því til, það hjálpar einnig til við að vera 100% viss um að efnið sé fullblandað og að ekkert fari til spillis. Ef það er seigt þá er hægt að hita það í vatnsbaði eins og súkkulaði þar til það er orðið þynnra og hella því síðan í vasann, hinsvegar er meðhöndlunartíminn orðinn styttri ef maður hitar epoxýið upp of mikið.
Eftir að þú ert viss um að epoxýið sé komið í alla króka og kima snýrð þú vasanum á hvolf í 5 mínútur svo að epoxýið leki útum allt og húði vel. Snúa síðan við og geymið á rökum og notalegum stað (t.d. baði eða eldhúsi) í a.m.k. 12 tíma,
Við húðun að utan er gott að prenta statíf, eða rör sem þú getur sett inn í vasann svo að hann standi á hvolfi í 1-2cm hærri hæð en vinnuflötur. Einnig er oft hægt að nota pappa af klósetrúllum sem statíf. Setja á sig plasthanskana og MAKA epoxý utan á vasann. Eftir um 5 mínútur, þegar þú sérð loftbólur myndast ofaná botn vasans þá er gott að nota grillkveikjara og sprengja blöðrurnar þannig. Einnig er hægt að nota 99% IPA en það er ekki auðvelt að nálgast hér á landi.
Passaðu þig sérstaklega á því, að stoppa hvergi með kveikjarann því þá áttu á hættu að brenna epoxýið og það skemmist.
Ef það er afgangur og ekkert annað sem hægt er að skella epoxýinu á, hellir þú því ofan á vasann eftir að þú ert búinn að koma honum á statífið. Þá færðu fleiri og stærri dropa.
Ef þú vilt fá enn fleiri dropa og kannski hefur hug á að merkja vasann, þá er gott að bíða í sólarhring, merkja með fallegum gylltum eða silfurpenna og hella 10-20ml af blönduðu epoxy yfir.
Hér þarf lítið magn, kanski 10-20ml af blönduðu efni. Notið einfaldlega puttann (með hanska) og makið á prentverkið, látið standa á plastdúk eða silicone mottu á statífi eða klósetrúllu. Daginn eftir pússar maður síðan dropana af sem koma að neðan.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá erum við við símann til kl. 22:00 alla daga svo ekki vera feimin(n) að slá á þráðinn.
Rúsínan í pylsuendanum er auðvitað not á litum, og þá sérstaklega mica dufti sem hægt er að fá í öllum regnbogans litum. Persónulega finst mér best að setja nálarodd í 100ml af glitrandi alaska perlum en þær gefa dýft og 3D einkennin sem maður vill oft sjá í svona verkum. EcoPoxy framleiðir einmitt vistvæn steinefni til þessara nota.
Skilja eftir athugasemd