Hringdu í síma 577-3020 fyrir aðstoð
Við erum við símann alla daga frá 9 til 20. Sími 577-3020
Þetta er án efa sú spurning sem við fáum hvað oftast. Proto Pasta er HT-PLA sem stendur fyrir "High Temperature Polylactic Acid" en er oft ruglað saman við PLA+.
Helsti munurinn á HT-PLA og öðrum PLA blöndum er að Proto Pasta þarf að prenta hægar heldur en flest öll önnur efni. Til þess að fá fullkomið prentverk mælum við með því að þú sækir prófíl hér (0.8mm retraction) eða Icosa hér (með 1mm retraction) eða notir stillingarnar hér að neðan. Þetta er skrá sem hægt er að opna í hvaða forriti sem er sem stiður 3MF formatið, sem geymir ekki aðeins 3D skránna heldur líka allar stillingar.
Þessi töfrastilling kemur frá honum Alex Dick hjá Proto Plant, en hann mælir með og höfum við hjá 3D Verk sannreynt þetta á hundruðum prentverka og ekki lent í neinum vandræðum á Prusa MK3S+ prenturunum okkar. Þetta ætti einnig að ganga á alla Creality prentara samkvæmt Alex.
Hér á þessari mynd sérðu hvaða hraðastillingar við notum við prentum. Taktu eftir að við hámörkum "Max volumetric speed" við 3.24 en það er fengið með formúlu sem tekur inn stærð prenthaus, prenthraða og lagsbreidd.
Prentverkin taka aðeins lengri tíma, en þú færð 100% gæði í hvert sinn ágalla laust.
Strengir geta komið í prentverkið ef "retraction" er of lágt, en það er ekki gott að hafa það of hátt heldur. Því er best að fikra sig áfram með retraction of prenta smá sýnishorn til að athuga með strengi.
Önnur og oft yfirséð ástæða strengja er sú að PTFE túban er hreinlega búin að vera, sérstaklega ef þú hefur verið að prenta mikið af grófu efni (jafnvel glimmeri). Það er einfalt að skipta henni út í flestum tilfellum en skoðaðu vefsíðu framleiðanda um leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að því.
Happy printing!
Ágúst Bjarkar
Skilja eftir athugasemd