Hoppa í meiginmál
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Proto Pasta verðlagning

Proto Pasta verðlagning

Til hamingju Íslendingar :)

Það er oft gott að vera lítil eyja út í miðju ballarhafi, en samningar tókust í júlí við Proto Pasta sem gerir okkur kleyft að selja allar þeirra vörur á sama verði og í Bandaríkjunum. 

Að auki þá mun restin af Proto Pasta fjölskyldunni koma til 3D Verks um miðjan ágúst og um miðjan september. 

Sú breyting hefur orðið á vörulínu Proto Pasta vegna heimsfaraldursins að PET-G er uppselt svo við getum ekki tekið það inn aftur fyrr en þeir hafa komið sér upp nýjum endurvinnsluaðila sem getur selt þeim afganga er falla við framleiðslu á plastvörum úr PET-G.

Það síðasta sem ég vildi seigja ykkur frá er að áskriftapakkarnir frá Proto Pasta munu koma um miðjan Ágúst og er síðasti séns til að nappa pakkann þann 2. ágúst næstkomandi. Einnig mun tilboðið á áskriftarpökkum renna út í lok ágúst og mun þá vera á sama verði og í Bandaríkjunum; 79.99 fyrir 3 x 500g pakkann.

PS. Látið okkur endilega vita ef þið hafið áhuga á 2.85mm þráðum, við getum sérpantað þá á sama verði og 1.75mm þráðum ef þeir koma með mánaðarlegum sendingum okkar til landsins.

Print on!

Ágúst Bjarkar 

Síðasta grein Epoxy húðað PLA
Næsta grein Verðlagning á Íslandi vegna COVID-19

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir byrtingu

* Nauðsynlegt