Hringdu í síma 577-3020 fyrir aðstoð
Við erum við símann alla daga frá 9 til 18 - sími 577-3020
Inniheldur: Sítrus sólarupprás, Skógarfantasíu grænan, og Bláa strauma.
Þessir litir eru gerðir í sama stíl og okkar geysivinsæla marglita þræði „Litrík glitrandi geimþoka“, sem dregur þig frá stjörnunum og kemur þér aftur til jarðar. Hver litur er innblásið af degi jarðar, sem er einnig dagur fegurðar og fjölbreytileika náttúrunnar. Alveg eins og í náttúrunni, þá sérð þú að hvernig spóla er marglita, skoppar ljúflega á milli ljósra og dökkra litbrigða með aðeins örlítið af glitri.
Sítrus sólarupprás – Meðan dagurinn tekur að lengja höfum við misst af sólarupprásinni ... allt í lagi, það er lygi. Við erum með ofnæmi fyrir morgnum! En Sítrus Sólarupprás vekur okkur af ljúfum blundi með fjölbreytt úrval appelsínutóna, frá þeim gulu og til þeirra rauðustu.
Skógarfantasíugrænn - Rétt eins og þeysandi landslagið þegar þú horfir á niður til móður jarðar úr geimnum, tekur Skógarfantasíugrænn alla glæsilegustu grænu tóna jarðar, frá því gulasta í það bláasta.
Bláir straumar - Það ljósbláa sveiflast lúmskt frá froðuhvítu í sæblátt, líkt og þú sért að svammla um í Karabíska hafinu. Þegar við þráum sól og strendur munu „Bláir straumar“ taka okkur í gegnum faraldurinn fram á sumar!
Okkur hefur fundist þessir litir almennt prentast vel með venjulegum HTPLA prófíl, en ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna í símann okkar eða á 3dverk@3dverk.is fyrir aðstoð.
Prenthiti: 205 - 235 C
Hitastig prentflatar: 60 C á PEI eða gleri. Notið Magigoo ef gler er notað.
Undirbúið prentflöt vel með því að hreinsa vel með uppþvottalegi og heitu vatni, við eigum nóg af því! Notið Magigoo fyrir viðbótar viðloðun auk þess að það auðveldar losun að prentun lokinni og ver PEI prentflötinn frá skemmdum.
Laghæð |
Extr. breydd |
Hraði |
Kæling |
|
1. lag |
0.32 mm |
0.44 mm |
20 mm/s |
0% |
2. lag og upp |
0.16 mm |
0.44 mm |
20 mm/s útlínur 40 mm/s uppfyllling |
40-60% |
Athyglisvert fannst mér, að ég fékk svipuð prentgæði með ofangreindum breytum á öllum 3 vélunum við 205c - 235c. Prusa Mini er þó breyttur með Bondtech heat-break til að færa PTFE túbuna lengra frá hitaranum til að draga úr vandræðum og stíflum. Prusa MK3 er með stærri Prusa hitabrota með vör, en að skipta yfir í venjulegt E3D V6 hitabrot eða E3D lite6 hotend getur skapað mikil vandræði. Prusa MK3S+ og Creality Ender 3 þarfnast engra breytinga.
Allir geta notið góðs stilla fyrsta lagið fullkomlega, þó ekki alveg klest við prentflötinn. Með því að skilja nóg pláss til að efni geti komið út án takmarkana, en samt nógu nálægt því að festast, er lykillinn að vandræðalausri prentun.
Skilja eftir athugasemd