Þegar prentið er buið er prentflöturinn látinn kólna og þá ætti nýja prentið þitt að losna strax af, þú ættir að geta notað hverja umferð fyrir nokkur prent en best er að þrífa plötuna og nota nýja umferð fyrir hvert prent.

ATH: PET Gloop má ekki fara á PEI og plast plötur.

PET Gloop er ótrulega klístrað, reyndu að halda Gloopinu frá lokinu á flöskunni.

HRISTA VEL fyrir notkun, límið á ekki að skilja sig en það er samt gott að hrista vel upp í því fyrir notkun sérstaklega ef það hefur ekki verið notað nýlega. Mælum með að láta það jafna sig í eina mínútu eða svo eftir að þú hefur hrist það til að það fari ekki lím á lokið.

Notaðu vel af lími til að ná góðu gripi.