Hoppa í meiginmál
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Reykjanesbær fær afhenta prentara

Reykjanesbær fær afhenta prentara

Rotarýklúbbur Keflavíkur sló heldur betur í gegn þegar þeir afhentu Reykjanesbæ og öllum 7 skólum bæjarins 3D prentara frá Creality. Gjöfin var afhend bæjarstjóra og skólastjórum bæjarins á alþjóðlegum degi Rótarýreglunnar þann 23. febrúar síðastliðinn.

Skólastjórar á fremri bekk, félagar og bæjarstjórn á aftari bekk

Prentararnir sem skólanir fengu voru CR-200B sem henta einkar vel í skóla og á vinnustaði sem eru með lítið eða takmarkað pláss.  Prentflöturinn ferðast upp og niður í stað þess að vera á sveifluborði. Kosturinn við lokaða prentara er einnig að litlir fingur, ryk og annað óæskilegt kemst ekki svo auðveldlega inn í prentarann.

Við óskum Reykjanesbæ og skólunum 7 ásamt Rótarýklúbb Keflavíkur innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.

Síðasta grein Samsetning og yfirferð á CR-10 Smart Pro
Næsta grein Endalaust PLA #17

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir birtingu

* Nauðsynlegt