Hoppa í meiginmál
Opið í Skútuvogi 6 á föstudaginn 27.des frá 10:00-16:00
Opið í Skútuvogi 6 föstudaginn 27.des frá 10-16
Nils Asheim segir okkur frá Economy PLA

Nils Asheim segir okkur frá Economy PLA

Eins og flestir hafa núþegar séð hefur 3D Verk hafið sölu á einstaklega hentugu Economy PLA sem er hágæða PLA efni fyrir margskins not. Við spurðum hann meðal annars hvernig það sé hægt að framleiða svo ódýrt prentefni í landi eins og Svíþjóð þar sem laun og aðföng eru mjög stór hluti af framleiðslukostnaði.

Nils Asheim frá Add North  „Við höfum einlægt okkur að einfalda framleiðsluna mikið með notkun á mikilli sjálfvirkni og erum í raun eitt sjálfvirknivæddasta fyrirtæki í 3D prentþráðum í dag“ seigir Nils. „Við skerum niður kostnað eins mikið og hægt er án þess að fórna gæðum meðal annars með því að kaupa inn í gífurlegu magni og er Economy PLA búinn til úr sama grunn hráefninu og E-PLA línan okkar, með þeim mun þó að við notum aðrar gerðir að litarefnum.“ Bætir Nils við. 

„Eitt af lykilatriðum Economy PLA línunnar er sá að bjóða uppá sem fæsta liti, fleiri litir mundi þýða hærri kostnað á kílóið, en við erum með áætlanir um að stækka litarúrvalið seinna meir en það er ekki komin dagsetning á það enn sem komið er.

Add North er ört stækkandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu innanhús á fallegum en jafnframt hagkvæmum 3D prentefnum. Við hjá 3D Verk getum vart beðið eftir því hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Add North. 

3D Verk er umboðsaðili Add North á Íslandi. Við erum stolt af því að hafa verið svo lánsöm að kynnast Nils og félögum og þú getur bókað að það sem kom til 3D Verks í október 2021 er aðeins nasaþefurinn af því sem koma skal.

Síðasta grein Endalausir Pastamöguleikar #15
Næsta grein Extrudr bætist við fjölskylduna

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir birtingu

* Nauðsynlegt