Hoppa í meiginmál
Opið í Skútuvogi 6 á föstudaginn 27.des frá 10:00-16:00
Opið í Skútuvogi 6 föstudaginn 27.des frá 10-16
Miðnótt, Flúrljómi og Rykreykur í ágústpakkanum

Miðnótt, Flúrljómi og Rykreykur í ágústpakkanum

Hvar á ég að byrja, hvar kom innblásturinn af 3D prentþráðum þessa mánaðar eiginlega? Við þurfum eiginlega að fara langt aftur í tímann  þegar ég var að þrífa vélarnar eftir framleiðslu á „Galactic Empire Purple“ og tók eftir litabreytingunum frá fjólubláum til bleiku litanna; liturinn varð á endanum það sem varð að Litrík glitrandi geimþoku sem við öll þekkjum og elskum. Eftir að hafa áttað mig á því að Geimþokan gæti verið fjöldaframleidd með sérstökum blöndunaraðferðum, þá opnuðust nýjar dyr að fjöllita litum svo sem Sítrus sólarupprás, Bláir straumar, og Skógarfantasíu.

 Miðnótt fjöllita 3d prentspólaFlúrljómi gulurRykreykur

Við þróun þessara marglita „umbreytinga“ þá hélt ég eftir einni tilraunaspólu sem mér líkaði sérstaklega við, en var alls ekki tilbúinn að deila. Þessi spóla varð síðan að Miðnótt (MNT) fjöllita HT-PLA, fallegur og þokkafullur svartur-til-blár fjöllitur með bráum og blágráum geislum í anda fyrri margbreytilegra fjöllita sem ég minntist á áðan. Liturinn kom áður en nafnið kom, en hann minnti mig á dökkan vetrarhimininn fullann af stjörnum og afarfögrum tunglbláma.

Bróðir Miðnætur sat og beið á hillunni síðan 2018; bíðandi eftir réttum innblæstri og rétta augnablikinu, en það var öskrandi og æpandi gult litarefni... Jæja, hérna er tunglið komið hugsaði ég! Við hófumst strax handar við að búa til meistarablönduna, bræddum hana niður í perlur, blönduðum síðan saman við hreint HT-PLA og út kom okkar fyrsta flúrljómablanda sem við höfum framleitt. Það sem kemur mér mest á óvart við þennan tunglskynsskæra lit er að hann er litsterkur, jafnvel á sólarlausum degi.

MiðnóttFlúrljómiRykreykur

Þá erum við komin að síðasta lit mánaðarins. Mig langaði að búa til heilan lit, álíka þeim sem kemur stundum fyrir í Miðnótt fjöllitaprentþræðinum. Ég skoðaði vöruúrvalið sem við framleiðum í dag og ákvað að nú væri tími fyrir smá mash-up! Rykreykur var fæddur með innblæstri frá Stjörnuryki og Silfurreyk. (Sjá mynd hér að neðan með stoltum foreldrunum við hlið ungviðisins) 

Þrír litir saman

Meðstofnandi Proto Pasta, hann Dustin, var skemmtilega hissa að sjá nafnið hann afbjagað smá til að koma nafninu hans á prentspólurnar :) (Liturinn heitir á frummálinu Dusty Smoke)

Kæru áskrifendur, þá verða þessi skrif ekki lengri og ég vona að þið njótið þeirra miklu vinnu sem fór í þessa útgáfu af ágúst 2021 #endlesspastabilities pakkanum.

Þar til næst sendi ég góða strauma til ykkar allra,

Alex og teymið hjá Protopasta

 

Síðasta grein Extrudr bætist við fjölskylduna
Næsta grein David Shorey hannar Cyperpunk2077 fjaðrir

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir birtingu

* Nauðsynlegt