Hoppa í meiginmál
Erum að vinna að flutningum yfir í Skútuvog 6, opnum formlega í lok nóvember! Hægt að sækja pantanir þar milli 11-14
Hægt að sækja pantanir í Skútuvog 6 milli 11-14 virka daga
Hvernig herði ég PLA með hitameðferð?

Hvernig herði ég PLA með hitameðferð?

Til að herða PLA og gera það enn sterkara og hitaþolnara (allt upp í 100 gráður eftir framleiðanda) þá er vert að hafa í huga að hver framleiðandi notar mismunandi byrgja til að framleiða sína vöru, mismunandi aukaefni o.s.fv. 

En hver er besta leiðin til að gera PLA hitaþolnara?

Flestir framleiðendur mæla með að þú prentir það sem þú vilt að sé hitaþolið með 100% innfyllingu til að koma í veg fyrir aflögun. Þetta geri ég sjálfur, það er dýrara að prenta með 100% innfyllingu en það margborgar sig þegar upp er staðið.

Fillamentum

Fillamentum er ekki með eina gerð af PLA heldur fjórar mismunandi tegundir sem allar eru mismunandi. Við förum yfir hitaþol þeirra hér.

PLA Extrafill. Hitaþol án herðunar 55°c. Hitaþol eftir herðun 80°c

PLA Kristaltær. Hitaþol án herðunar 55°c. Hitaþol eftir herðun 110°c

PLA Timberfill. Hitaþol án herðunar 55°c. Hitaþol eftir herðun 80°c

PLA/PB Nonoilen. Prentast eins og venjulegt PLA og er hitaþolið í allt að 110°c án hitameðferðar. 

 

Proto Pasta

HT-PLA allar gerðir. Hitaþol án herðunar 55-60°c. Hitaþol eftir herðun 110°c

HT-PLA Carbon Fiber. Hitaþolið án herðunar 50-60°c. Hitaþol eftir herðun 110°c

Venjulegt PLA sem ekki er mergt HT-PLA er ekki herðanlegt frá Proto Pasta.

Skala prentverkið eftir mælingu

Hvernig er best að herða?

 Það fer dálítið eftir því hvernig hlut þú ert að reyna að herða. Ef þú værir með 10x10x10 cm kubb, þá mundi þessi aðferð henta vel: 

  • Hitaðu opninn í 90 gráður á blæstri og bíddu þar til að ofninn nái fullum hita.
  • Vertu viss um að þú sért ekki að nota grillið, það verður allt of heitt.
  • Notaðu flatt fat úr gleri, marmara eða öðru efni. Þú getur notað ofnskúffuna ef þú ert 100% viss um að hún sé slétt og ekki með neinum beyglum. Reyndu samt að nota ekki skúffuna beint.
  • Fyrir kubb að þessari stærð er mikilvægt að gera tilraun fyrst, segjum 1x1x1 cm sem merktur er með X, Y og X ás. Prentaðu hann og bakaðu hann í ofninn í 20-30 mínútur. Látið ofninn kólna alveg niður þar til ofninn er orðinn kaldur í 1-2 klst.
  • Mældu kubbinn eftir að hann er hann hefur náð herbergishita og mældu X, Y og Z ásana. Þú munt líklegast sjá 1-2% lengingu á Z en engar töluverðar breytingar á X og Y. Ef þú færð út aðrar tölur, skrifaðu þær þá hjá þér og breyttu stærð kubbsins í því forriti sem þú notar til að búa til gcode skránna, t.d. Prusa Slicer. Í þessu dæmi væri það 100% X, 100% Y en 98% á Z.
  • Prentaðu út kubbinn eða þann hlut sem þú vilt herða. Fyrir betri líkur á því að þetta gerist allt á réttan hátt, þá er best að stilla prenthraðann í hóf, á milli 30-40mm á sek (20mm fyrir fyrsta lag).
  • Stóri 10cm kubburinn okkar er mun stærri en littli kubburinn , svo við bökum hann við 90 gráður í 2 klst. Þú getur prufað þig áfram með því að hækka hitann á 10 mín fresti eftir fyrsta klukkutímann um 1-2 gráður þar til þú ert kominn í 98-100 gráður. Með þessu ert þú að tryggja að kristalarnir raði sér rétt upp og tengist saman sem er það sem gerir hertan PLA kubbinn svo sterkan og hitaþolinn. Ef þú ert að nota Karbon fíber HT-PLA mun styrkleiki aukast um nokkur hundruð prósent að auki og er því sérstaklega handhægt ef nota á hlutinn sem t.d. tannhjól eða sem hreyfanlegan hlut í vélar eða sem bolta, skrúfu eða róf. Fyrir karbon fíber þá er lágmark að nota 2-5mm á álagsflötum. 

Ekki gleyma að mæla skekkjumörk

Við þetta má síðan bæta að ef þú prentaðir hlutinn með styrkingum, þá er um að gera að taka þær alls ekki af fyrr en þú ert búinn að herða prentverkið, því annars áttu á hættu að prentverkið falli saman og eyðileggist.

Endilega láttu okkur vita hvaða aðferð þú notar við að herða PLA, PLA+ og HT-PLA. Það er alltaf gott að fá innslag frá samfélaginu svo við getum bætt því við í þessar leiðbeiningar. Tölvupóstfang okkar er 3dverk@3dverk.is

Síðasta grein Þrír glænýir litir frá Proto Pasta
Næsta grein Prentspólur, úrgangur og upplifun viðskiptavina

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir birtingu

* Nauðsynlegt