Hringdu í síma 577-3020 fyrir aðstoð
Við erum við símann alla daga frá 9 til 20. Sími 577-3020
Til að herða PLA og gera það enn sterkara og hitaþolnara (allt upp í 100 gráður eftir framleiðanda) þá er vert að hafa í huga að hver framleiðandi notar mismunandi byrgja til að framleiða sína vöru, mismunandi aukaefni o.s.fv.
Flestir framleiðendur mæla með að þú prentir það sem þú vilt að sé hitaþolið með 100% innfyllingu til að koma í veg fyrir aflögun. Þetta geri ég sjálfur, það er dýrara að prenta með 100% innfyllingu en það margborgar sig þegar upp er staðið.
Fillamentum
Fillamentum er ekki með eina gerð af PLA heldur fjórar mismunandi tegundir sem allar eru mismunandi. Við förum yfir hitaþol þeirra hér.
PLA Extrafill. Hitaþol án herðunar 55°c. Hitaþol eftir herðun 80°c
PLA Kristaltær. Hitaþol án herðunar 55°c. Hitaþol eftir herðun 110°c
PLA Timberfill. Hitaþol án herðunar 55°c. Hitaþol eftir herðun 80°c
PLA/PB Nonoilen. Prentast eins og venjulegt PLA og er hitaþolið í allt að 110°c án hitameðferðar.
Proto Pasta
HT-PLA allar gerðir. Hitaþol án herðunar 55-60°c. Hitaþol eftir herðun 110°c
HT-PLA Carbon Fiber. Hitaþolið án herðunar 50-60°c. Hitaþol eftir herðun 110°c
Venjulegt PLA sem ekki er mergt HT-PLA er ekki herðanlegt frá Proto Pasta.
Það fer dálítið eftir því hvernig hlut þú ert að reyna að herða. Ef þú værir með 10x10x10 cm kubb, þá mundi þessi aðferð henta vel:
Við þetta má síðan bæta að ef þú prentaðir hlutinn með styrkingum, þá er um að gera að taka þær alls ekki af fyrr en þú ert búinn að herða prentverkið, því annars áttu á hættu að prentverkið falli saman og eyðileggist.
Endilega láttu okkur vita hvaða aðferð þú notar við að herða PLA, PLA+ og HT-PLA. Það er alltaf gott að fá innslag frá samfélaginu svo við getum bætt því við í þessar leiðbeiningar. Tölvupóstfang okkar er 3dverk@3dverk.is
Skilja eftir athugasemd