Hringdu í síma 577-3020 fyrir aðstoð
Við erum við símann alla daga frá 9 til 20. Sími 577-3020
Creality CR-10 Smart er með sjálfvirku bed-level strain gauge, sem þýðir að neminn skynjar þrýsting á stútnum. Það er því mjög mikilvægt að nokkrir hlutir séu í lagi til þess að þessi búnaður virki sem best. Sjálfvirkt bed-level getur illa leiðrétt skekkjur í mekaník, svo sem lausar skrúfur, skrölt í prenthaus og þess háttar.
Til að tryggja bestan árangur á sjálfvirku bed-level kerfinu er gott að framkvæma eftirfarandi til þess að ná sem bestum árangri:
1. Passa að ekkert slag er á prentstútnum. Það eru tvær skrúfur sem festa heatsinkið við sjálfvirka bed-level nemann. Þær þurfa að vera þéttingsfastar, en eins og með allar skrúfur þarf að passa að herða ekki um of því þá forskrúfast skrúfgangurinn.
Hér er myndband um hvernig hausinn er tekinn í sundur:
2. Ekkert slag á prentborði. Færið það á milli staða og prófið að rugga því, það má beygjast ögn en þú vilt ekki sjá slag á neinum stað.
Til að laga slag þá er best að byrja að herða hjá miðju rónna sem er á þremur hjólum þar til þau fá smá mótstöðu, það þarf að vera hægt að snúa þeim aðeins.
Ef prentborðið skröltir einungis í miðjunni þá getur reynst vel að losa skrúfurnar sem festa sleðann í miðjunni. Í sumum tilfellum gera þau illt verra með því að þrýsta sleðanum inn eða útá við og skapa þannig skrölt í miðjunni. Stundum getur verið nauðsynlegt að fjarlægja miðjuskrúfurnar tvær.
Skrúfur sem eru undir glerplötunni þurfa að vera þéttingsfastar. Gott er að herða aðeins út frá miðju, svo færa sig utar
Öll hjámiðjuhjólin þurfa að vera rétt hert, ekki of mikið og ekki of lítið.
Hér er frábært myndskeið sem sýnir helstu atriðin:
3. X ásinn þarf að vera jafn langt frá báðu megin. Best er að mæla fjarlægðina með reglustiku, kubb eða skíðmáli. Þú villt ekki sjá mikinn mun á milli.
Hér er myndband um stillingu á X ás
4. Mikilvægt er að uppfæra hugbúnaðinn, eða firmware uppfærsla, bæði fyrir skjá og móðurborð. Þegar þetta er skrifað (8.mars 2022) er nýjasta firmware 1.0.13
Hérna má sjá hvernig á að uppfæra firmware fyrir skjá og móðurborð:
5. Smyrja þarf Z-ás skrúfurnar sitt hvoru megin með reglulegu millibili. 3D Verk mælir með SuperLube en hann er einn af fáu silikon smurefnum sem viðurkenndur er af PRUSA.
6. Þegar búið er að gera allt að ofan er hægt að fara í að framkvæma Auto-Bed-Level og þegar því er lokið prenta, út prufustykki og fylgjast vel með Z-Offset og stilla eftir þörfum.
Skilja eftir athugasemd