Hoppa í meiginmál
Pantaðu fyrir 12:00 á virkum dögum þá afgreiðum við samdægurs
Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir 12:00 virka daga
Allt um álagningu - 3D VERK

Allt um álagningu

Það er góð regla að vera með gegnsæi í álagningu og í þessum stutta pistli viljum við seigja ykkur frá því hvernig við reiknum okkar verð á öllum þeim vörum sem við seljum.

Prentspólur

Við eigum viðskipti við nokkur fyrirtæki sem bjóða upp á mismunandi afsláttarkjör, og í sumum tilfellum engin afsláttarkjör. Hér fyrir neðan er dæmi um nokkrar vörur frá framleiðendum sem við kaupum inn reglulega og hvernig álagningin er reiknuð. Við stefnum á að álagning verði aldrei hærri en svo að hún kosti það sama í upprunalandi sínu auk virðisaukaskatts hér heima á íslandi. Vandamálið er, að nú á árinu 2021 er mjög dýrt að fá prentspólur sendar fyrir minna en 800-900 kr. per spólu, jafnvel í sjófrakt vegna mikillar eftirspurnar og sögulega háum flutningsgjöldum. Við höfum því tekið á okkur 50% af þessu gjaldi og hinn helmingurinn leggst á vöruverðið.

Vara Innkaupsverð með flutningi Útsöluverð
okkar
með vsk
EUR/USD verð án vsk Flutningur og tollskýrsla Samtals beint frá upprunalandi
PLA
Extrafill Natural
2.661 kr. 4.763 kr 2.232 kr. 3.750 kr. 5.982 kr. +
1.436 kr. vsk
= 7.418 kr.*
Proto Pasta HTPLA litað 2.747 kr. 5.990 kr. 3.748 kr. 7.716 11.464 kr. +
2.751 kr. vsk
= 14.215 kr.*


Þetta er dálítið öfgakennt, en eins og sjá má erum við ekki langt frá því að ná því að vera með sama útsöluverð og upprunalandið. Eitt af því sem er ekki gott fyrir neytendur er að greiða þarf 900-1200 kr. í tollameðferð, en það gjald er mismunandi eftir þjónustuaðila, en gjaldið er í dag 1200 hjá UPS og 990 hjá Íslandspósti.

Ræðum aðeins * stjörnuna við lokaverðið. Það geta bæst við gjöld, þá sérstaklega hjá Íslandspósti þar sem þeir eru farnir að rukka fyrir pakkasendingar frá útlöndum, t.d. frá Bretlandi 450 kr. aukagjald sem "Pakki frá útlöndum".

Sendingarkostnaður frá Fillamentum var reiknað með ódýrasta sendingargjaldi hjá endursöluaðila í þýskalandi en Proto Pasta reiknað á vefsíðu þeirra þar sem ódýrasti sendingarmátinn var UPS.

Afhverju eru verðin útum allt?

Það er ekki von að þú spyrjir. Í hvert sinn sem við pöntum gerum við okkar besta að troða á brettin til að ná sem hagstæðustu kjörum á hverja prentrúllu. Þetta gjald breytist með hverri sendingu, upp eða niður.

Annað sem hefur áhrif á verðið (niðurá við) er hversu mikið í EUR eða USD við kaupum í einu, því meiri, því lægra verð. Magnkaup er langstærsta breytan í endanlegu verði, mun meira en sveiflur á gengi krónunnar. 

Verðlagning á öðrum vörum

Við fáum lítinn sem engan afslátt frá öðrum byrgjum en Proto Pasta og Fillamentum. Því þurfum við að kaupa á sama verði og þú mundir versla á. Við lítum svo á að vörur eins og E3D V6 stútar sé þjónusta þér til þæginda og höfum við álagninguna frekar háa þar. Best er að kaupa beint frá E3D og versla mikið í einu, ekki aðeins 1-2 V6 stúta, heldur slatta, 10-20 stk. Við verslum venjulega inn 200-300 stúta í einu. Skráðu þig á alla póstlista hjá uppáhalds fyrirtækjunum þínum og vertu þolinmóður, það kemur nokkrum sinnum á ári 25-50% afsláttur af völdum vörum. 

Hjá PRUSA fáum við engan afslátt, við kaupum einfaldlega prentarana sem oft eru á 4-8 vikna bið og endurseljum þá þegar þeir eru komnir til landsins á kostnaðarverði. Við lítum svo á, að ekki sé hægt að selja heyið ef hesturinn sé ekki til staðar. Við mælum með því þó að þú kaupir beint af Prusa 3D í Tékklandi og bíðir. Fyrir stærri prentara getum við ekki mælt með neinu nema Fusion3D F310 prentaranum, en hann kostar um 5þ bandaríkjadali en er vinnuhestur sem við gætum ekki verið án.

Síðasta grein Endalausir möguleikar með Proto Pasta #Pastabilities

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir byrtingu

* Nauðsynlegt