
Leiga á þrívíddarprentara fyrir viðburði
Ertu með kynningu eða viðburð sem þarf að laða fólk að, þá er leiga á þrívíddarprentara eitthvað sem hjálpar.
Það er fátt sem fangar athygli jafn vel og þrívíddarprentari sem er í miðju prentverki.
Erum með fallegan prentara sem nánast dáleiðir áhorfandann. FLsun SR prentarinn tekur ekki mikið pláss á borði og er tignarlegur og prentar nokkuð hratt. Hann er svokallaður Delta prentari og þá er prentflöturinn alltaf kjurr og því er minni hætta að fingur flækist fyrir í færanlegum hlutum prentarans.
FLSun getur prentað allt að 200mm/sek en það er um 2-4 hraðar en flestir venjulegir 3D prentarar. Hann er einnig mjög hljóðlátur í vinnslu eða um 50 dB.
Innifalið í leiguverði er akstur innan höfuðborgarsvæðisins og standsetning á prentverki á hverjum leigudegi.
Ekki innifalið í leiguverði efni til að prenta. Mælum með E-PLA frá add:north sem fæst í 23 mismunandi litum.
Getum veitt ráðgjöf varðandi módel til að prenta hvort sem það þurfi að finna hönnuð til að skapa það eða finna módel sem leyfilegt er að prenta í markaðslegum tilgangi.
Það má merkja prentarann með límmiðum frá þínu fyrirtæki