Við viljum benda á nokkra punkta til að koma þér af stað en byrjum á þessu:
Samsetning og umhirða
Wiki síðan frá Bambu Lab inniheldur hafsjó af fróðleik um tækin, viðhald, umhirðu, bilanagreiningu, viðgerðir og almennar upplýsingar um 3D prentun. Við hvetjum alla til að kynna sér Wiki síðuna vel, hún hefur reynst okkur mjög vel.
Helstu atriði varðandi umhirðu er að ekki snerta prentflötinn óþarflega með fingurgómum því húðfita dregur úr viðloðun. Þrífa má prentplötur með heitu vatni og sápu. Einnig er hægt að nota viðloðunarlím á prentflötinn.
Hugbúnaður
Það er mjög einfalt að nota Bambu Handy appið í farsíma og er hægt að prenta beint úr því. En það er einnig þörf að sækja Bambu Studio sem er “slicer” fyrir PC og macOS sem breytir 3D módeli (skrár t.d. með endingu STL, 3MF, OBJ, STEP) yfir í prentskipanir (G-Code). Hérna má finna leiðarvísi fyrir Bambu Studio.
Það er mjög mikilvægt að skoða hvernig uppbyggingin á prentverkinu er til að geta mögulega séð eitthvað í ólagi, t.d. eitthvað sem er í lausu lofti eða módel ekki með góða festu við prentflötinn.
Helstu mistök sem verða í prentun er þegar þau losna af prentfletinum í miðri prentun og prentarinn heldur áfram, þá getur komið “blob” eða “clumping” á prenthausinn sem er leiðinlegt að ná af. Þessi “blob” falla nær aldrei undir ábyrgðarmál. Hægt er að nota viðloðunarlím til að auka viðloðun.
Hérna má finna góða umfjöllun um prent stillingar í Bambu Studio
Hvar má finna módel til prentunar?
Hér að neðan er lítið brot af þeim síðum sem eru í boði:
Efni til 3D prentunar
Við mælum með því að nota PLA efni í byrjun og ná ágætis tökum á því áður en farið er í næstu skref eins og t.d. PETG eða mjúk TPU efni. Það má finna mjög mikið úrval af PLA efnum með mismunandi efnis eiginleikum sem henta í fjölbreytt verkefni t.d. höggþolin og hitaþolin.
Bambu Lab efnin eru með RFID og getur AMS (Automatic Material Station) lesið sjálfkrafa hvaða efni sett er í stöðuna. Bambu Lab er með tvær AMS stöðvar: AMS fyrir X1 og P1 og AMS lite fyrir A1 og A1 mini.
Bambu Lab spólurnar eru endurnýtanlegar og hægt að fá áfyllingar á þær hér. Hér má sjá hvernig fyllt er á þær.
PLA (PolyLactic Acid)
- PLA er ekki með gott hitaþol, oftast um 60°C
- PLA er sterkt en í senn stökkt
- Fyrir aðra framleiðendur en Bambu Lab er hægt að nota Generic PLA eða í sumum tilfellum er hægt að sækja prófil fyrir efnið
- Mikið úrval af litum í boði
PETG
- PETG er hitaþolið um 80°C
- Er meira sveigjanlegra en PLA og hentar því stundum betur í klemmur eða slíkt sem þurfa að sveigjast aðeins
TPU
- Mjúkt eins og gúmmí, er til í mismunandi mýkt en algengasta mýktin er 95A
- TPU prentast nokkuð hægt og er aðeins vandasamt að prenta sum módel, sjá má leiðbeiningar um TPU prentun hér
- TPU passar ekki í AMS litastöðirnar, nema ákveðið TPU efni frá Bambu Lab
Raki
Það hefur ekki verið mikið vesen með raka í prentspólum hér á Íslandi en sum efni eru rakadrægari en önnur td. eru TPU og nælon (PA) nokkuð viðkvæm fyrir raka. Hér eru nánari upplýsingar um raka og þurrkun á prentapólum.
Hérna er úrval þurrkara sem við eigum til sölu
Önnur efni og íblöndun
Almennt eru koltrefjar (Carbon Fiber oft skammstöfuð CF) ekki að bæta við styrk en þau gera útlitið á prentinu fallegra. Gæta þarf þess að CF er tærandi fyrir ryðfrítt stál sem er t.d. í A1, A1 mini og P1S, en hægt er að fá hertan stál stút í A1, A1 mini og P1S, X1 Carbon kemur með hertum stút.
Allir prentararnir frá Bambu Lab koma með 0.4mm stút en hægt er að fá 0.2mm, 0.6mm og 0.8mm. Vert er að athuga að það eru meiri líkur á stíflum í 0.2mm stút og ekki prenta efni sem eru með einhverri íblöndun s.s. carbon fiber, glimmer eða endurlýsanleg (glow in the dark). Hér er góð lesning sem kemur inn á stúta stærðir, efni og samhæfni við prentara.
Lokaðir prentarar eins og P1S og X1 Carbon ráða mun betur við efni eins og ABS, ASA, PC, Nælon (PA), PCTG. En gott að kynna sér efni frá Bambu varðandi prentun á þeim efnum. Hér má sjá úrval okkar af sérefnum.
Ekki er mælt með að hafa glerið ofan á lokuðum prenturum þegar verið er að prenta PLA. Það getur linað PLA efnið sem eykur líkur til muna á stíflum í extruder. Hér má sjá hvernig extruder í P1 er hreinsaður, það er mjög sambærilegt í X1
Teikniforrit
Til eru mörg öflugt teikniforrit sem hafa flest ókeypis aðganga og má meðal annars nefna:
Takk fyrir lesninguna og við óskum þér ánægjulegrar stundir í 3D prentun en við vitum að allt er ekki tekið úr með sældinni í þessum efnum :)
Ef þú ert með ábendingar varðandi þessa grein eru þær vel þegnar á 3dverk@3dverk.is.