Hoppa í meiginmál
Sendum samdægurs alla virka daga þegar pantað er fyrir 13:00
Sendum samdægurs alla virka daga þegar pantað er fyrir 13:00
Samsetning og yfirferð á Creality CR-6 SE

Samsetning og yfirferð á Creality CR-6 SE

CR-6 SE er búinn sjálfvirku beðmáls nema auto bed level í prenthausnum sem nemur þegar stúturinn snertir prentflötinn þessi búnaður kallast á ensku strain gauge. Til þess að þessi nemi virki sem best og prentþráður eigi sem bestan möguleika að festast við plötuna, þurfa allir hreyfanlegir hlutir að vera með rétta herslu, ekki of fastir eða lausir og ekkert slag eða skrölt á að vera í prenthaus, heitaendanum, prentfletinum eða skekkjur í X ás.

Varðandi samsetningu þá mælum við með að huga að þessum atriðum hér að neðan sérstaklega og nauðsynlegt er einnig að yfirfara það sem er forsamsett frá framleiðanda.

Myndskeiðið sem vísað er í nokkrum sinnum hér að neðan væri gott að horfa í heild sinni á en við bendum á þau atriði sem við sjáum oftast ekki rétt gert í samsetningu. 

  1. X ásinn sé réttur  2. Hjá miðju hjólin (eccentric nuts) eru á Y ás, X ás og Z ás og þurfa þau að vera hæfilega hert:

    Prentflöturinn (Y-ás)


    Hjámiðjuhjólin upp og niður (Z-ás)


    Hjámiðjuhjól á prenthausnum (X-ás)


Þegar samsetningu hefur verið lokið þá er hægt að fara í stillingu á sjálfvirka beðmálinu.

 

Gott er að þrífa glerplötuna með heitu vatni og uppþvottalegi, einnig hefur Magigoo reynst mjög vel. Prenta má á báða fletina á glerplötunni.

 

Aukaefni

CR-6 SE er með opnum hugbúnaði open-source og hefur Creality opinberað allar tæknilegar lýsingar um prentarann sem hefur gert samfélagi áhugamanna um CR-6 SE kleift að búa til stýringu firmware sem eru með fleiri stillingum og möguleikum en það sem Creality hefur gefið út. 
Sjá má nánari upplýsingar hér: https://github.com/CR6Community/CR-6-touchscreen/releases

Síðasta grein Hvað er PLA?
Næsta grein Samsetning og yfirferð á CR-10 Smart Pro

Skilja eftir athugasemd

Við áskiljum okkur rétt til að lesa yfir allar athugasemdir fyrir byrtingu

* Nauðsynlegt